Ísland er að vinna 2-0 gegn Liechtenstein í hálfleik en Alfreð Finnbogason skoraði seinna mark leiksins.
Alfreð kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn og hann nýtti tækifæri með góðu marki.
Willum Þór Willumsson skallaði boltann inn fyrir vörn gestanna og þar mætti Alfreð og skoraði.
Gylfi Þór Sigurðsson hafði komið Íslandi yfir en mark hans má sjá hérna.
Skömmu eftir að Alfreð kom Íslandi í 2-0 þá fengu Liechtenstein vítaspyrnu. Elías Rafn Ólafsson varði spyrnuna en gestirnir nýttu frákastið. Leikmenn beggja liða voru hins vegar komnir inn í teig.
Vítaspyrnarn var því endurtekin og þá var skot gestanna langt framhjá.
Mark Alfreðs má sjá hér að neðan.
⚽️ 𝐆𝐎𝐀𝐋 | Iceland 2-0 Liechtenstein | Alfreð Finnbogasonpic.twitter.com/62tmiaifmb
— FootColic ⚽️ (@FootColic) October 16, 2023