Íslenska karlalandsliðið tekur á móti Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Leikið er á Laugardalsvelli og hefur byrjunarlið Íslands verið opinberað.
Líkurnar á að Ísland komist á EM í gegnum undanriðilinn eru litlar sem engar en liðið vill án efa sýna góða frammistöðu gegn slöku landsliði Liechtenstein í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Íslands í fyrsta sinn síðan í nóvember 2020 Ísak Bergmann Jóhannesson sest á bekkinn í hans stað. Þá kemur Elías Rafn Ólafsson í markið fyrir Rúnar Alex Rúnarsson.
Alfreð Finnbogason kemur þá inn fyrir Orra Stein Óskarsson og er Jón Dagur Þorsteinsson í byrjunarliði fyrir Arnór Sigurðsson.
Byrjunarlið Íslands
Elías Rafn Ólafsson
Alfons Sampsted
Sverrir Ingi Ingason
Guðlaugur Victor Pálsson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Willum Þór Willumsson
Arnór Ingvi Traustason
Gylfi Þór Sigurðsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Hákon Arnar Haraldsson
Alfreð Finnbogason