Frábær og einföld lasagna uppskrift sem hægt er að nota aftur og aftur.
Hráefni
- 8 stk Lasagnaplötur
- 500 g Nautahakk
- 6 hvítlauksrif, pressuð
- 0.5 laukur, saxaður
- 400 dós tómatar, saxaðir
- 500 g Kotasæla
- 2 msk Tómatpúrra
- Rifinn ostur
Sósa
- 180 g Sýrður rjómi
- 1 msk Tómatpúrra
- 2 msk Rjómaostur
- Smá mjólk
- Sítrónupipar
- 1 stk Grænmetisteningur
Leiðbeiningar
- Setjið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann er farinn að mýkjast.
- Bætið nautahakki og hvítlauk saman við. Þegar kjötið hefur brúnast setjið tómatana saman við ásamt kotasælu og tómatpúrru. Látið malla í dágóða stund. Saltið og piprið.
- Setjið hráefnin fyrir sósuna saman í pott og hitið varlega og blandið vel saman. Látið ekki sjóða. Þynnið með mjólk.
- Setjið til skiptis lasagnaplötur, kjötsósu og sósu endurtakið þar til hráefnin hafa klárast. Setjið rífleg magn af osti yfir og látið inn i 200°c heitan ofn í um 20 mínútur.
Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.