fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Myndband sýnir þegar Hamas-liðar tóku særða hermenn af lífi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. október 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir vígamenn Hamas-samtakanna ryðjast inn í ísraelska herstöð og taka særða kvenhermenn af lífi hefur vakið óhug.

Mail Online birti brot úr myndbandinu á vef sínum í morgun en upptakan er frá 7. október síðastliðnum, deginum sem Hamas-samtökin gerðu óvænta innrás í Ísrael.

Vígamenn samtakanna köstuðu handsprengjum að konunum sem særðust í kjölfarið. Vopnaðir menn ruddust svo til inngöngu í bækistöðvar hersins við Vesturbakkann og skutu konurnar með Kalashnikov-rifflum þar sem þær lágu óvígar undir borði.

Í yfirlýsingu sem South First Responders í Ísrael birtu kemur fram að Hamas-liðar hafi gerst sekir um stríðsglæpi. Bráðaliðar samtakanna voru með þeim fyrstu á vettvang voðaverksins í umræddri herstöð.

Yfir 1.400 Ísraelsmenn voru drepnir í árásum Hamas-samtakanna en eins og kunnugt er hafa Ísraelsmenn svarað þeim árásum af gríðarlegri hörku. Innrás Ísraelsher á Gaza-svæðið er sögð yfirvofandi og hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið heimili sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi