Það varð ljóst í gær að Katarinn Sheik Jassim myndi ekki eignast United en hann vildi eignast félagið í heild, ekki aðeins hlut.
Eftir innkomu Ratcliffe er talið líklegt að hann verði yfir málum sem snúa að sjálfum fótboltanum á meðan núverandi eigendur, Glazer fjölskyldan, sér um markaðsmál og þess háttar.
Sem fyrr segir ætlar Ratcliffe að fá yfirmann íþróttamála inn og eru þar fimm menn á blaði.
Eru þetta Paul Mitchell, sem áður starfaði fyrir Monaco og Tottenham. Hann hætti nýlega hjá fyrrnefnda félaginu og er eftirsóttur víða.
Þá er Dan Ashworth, yfirmaður íþróttamála hjá Newcastle, einnig á blaði en hann yrði mjög dýr.
Julian Ward og Michael Edwards, fyrrum yfirmenn íþróttamála hjá Liverpool, koma þá til greina.
Loks er Jean Claude Blanc, framkvæmdastjóri INEOS, á lista yfir hugsanlega yfirmenn íþróttamála hjá United. Hann er með reynslu og þekkingu úr íþróttaheiminum.