Sjónvarpsþáttur 433.is er farin aftur í loftið en þátturinn verður á dagskrá á vefnum og í Sjónvarpi Símans.
Þátturinn verður á dagskrá alla mánudaga í vetur en Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ er gestur í fyrsta þætti.
Jörundur fer ítarlega yfir stöðu mála hjá sambandinu en ræðir þar málefni A-landsliða karla og kvenna, staða yngri landsliða er einnig skoðuð.
Einnig er rýnt yfir það hvað má betur fara í þjálfun hér á landi.
Þátturinn er í heild hér að neðan.