fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Vélinni seinkaði bara um 2 tíma og 59 mínútur en ekki 3 tíma – Munaði einni mínútu og farþegarnir fá engar bætur

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 16. október 2023 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngustofa hefur hafnað kröfu þriggja kvartenda um skaðabætur úr hendi Icelandair vegna seinkunar á flugi félagsins frá Keflavík til London þann 15. desember í fyrra.

Upphaflegur áætlaður komutími vélarinnar til London þennan dag var klukkan 10:55 en að sögn Icelandair var raunverulegur komutími vélarinnar klukkan 13:54, það er seinkun sem nam tveimur klukkustundum og 59 mínútum.

Þurfi helst að vera lögfræðimenntaðir

Álitaefnið í málinu sneri að því hvort seinkunin hafi náð 3 klukkustundum, en við það er miðað þegar kemur að því hvort bótaskilyrði teljist uppfyllt. Bent er á það í niðurstöðu Samgöngustofu að sönnunarbyrðin hvíli hjá flugrekanda.

Í svari Icelandair kemur fram að félagið hafi leitað til sérfræðinga sinna á sviði flugrekstrar til að fá það staðfest hvenær hurðin var opnuð í þessu tiltekna flugi. Stuðst hafi verið við svokallaðan IN tíma sem leiddi í ljós að seinkunin var 2 klukkustundir og 59 mínútur.

Þeir sem kvörtuðu gáfu lítið fyrir svör Icelandair í málinu.

„Það er mjög dapurt að flugfarþegar þurfi einna 2 helst bæði að vera lögfræðimenntaðir og að hafa kafað djúpt í Evrópureglugerðir, sem og fordæmi Evrópudómstólsins og Samgöngustofu, til þess að skilja hvers vegna þeim er neitað um staðlaðar bætur – sér í lagi þegar starfsmenn á vegum félagsins hafa þegar talið farþegum trú um að þeir muni fá greiddar bætur vegna seinkunar,“ segir í svarinu.

Munaði einni mínútu

Í niðurstöðu Samgöngustofu kemur fram að allir farþegar sem verða fyrir þriggja tíma seinkun á flugi sínu eða meira, og koma á ákvörðunarstað þremur tímum seinna eða meira en upprunalega áætlun flugrekandans kvað á um, eigi rétt á bótum nema flugrekandi geti sýnt fram á að töfin hafi verið vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Við meðferð málsins var sérfræðingur í lofthæfi- og skrásetningardeild Samgöngustofu beðinn um að leggja mat á yfirlýsingu Icelandair sem send var til Samgöngustofu til staðfestingar á tæknilegu atriði er varðar komutíma vélarinnar. Í niðurstöðunni kemur fram að umræddur sérfræðingur hafi ekki gert athugasemdir sem komu fram í yfirlýsingu Icelandair.

Í niðurstöðunni segir ennfremur:

„Skilyrði bótaskyldu vegna seinkunar skv. 7. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004 er að seinkun hafi numið a.m.k. þremur klukkustundum. Seinkun á komutíma flugs nr. FI470 þann 15. desember 2022 var tvær klukkustundir og 59 mínútur. Skilyrði bótaskyldu seinkunar skv. 7. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004 eru því ekki uppfyllt. Er því kröfu kvartanda hafnað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt