Karim Abdou er lífvörður Mohamed Salah leikmanns Liverpool, hann fylgir honum hvert sem hann fer og verndar Salah og fjölskyldu hans.
Salah kemur frá Egyptalandi og er afar vinsæll þar í landi og í löndunum í kringum hann.
Abdou segir frá því í viðtali að allar gjafir sem Salah fær séu sérstaklega kannaðar, óttast Abdou að margir vilji kappanum eitthvað illt.
„Allar gjafir eru teknar í sérstaka skoðun,“ segir Abdou um stöðu mála.
„Við tökum yfirleitt ekki við gjöfum, en ef ég tek á móti þeim þá sé ég til þess að þær fari í rækilega skoðun.“
„Þú veist aldrei hvað er í gjöfunum, það gæti gert hann veikan eða hreinlega drepið hann. Maður veit aldrei.“
Abdou hefur mikla reynslu sem lífvörður og hefur starfað fyrir Roberto Carlos, Alessandro Del Piero og Angel Di Maria.