fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hatursglæpur þegar sex ára drengur af palestínskum uppruna var stunginn 26 sinnum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 16. október 2023 09:08

Wadea var stunginn til bana af 71 árs manni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex ára drengur, Wadea al-Fayoume, var stunginn til bana í bænum Plainfield í Illinois um helgina. Móðir hans, 32 ára, var einnig stungin en áverkar hennar voru ekki jafn alvarlegir.

71 árs karlmaður, Joseph Czuba, er í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn á vettvangi.

Flest bendir til þess að um hreinan hatursglæp hafi verið að ræða og maðurinn hafi beint spjótum sínum að þeim tveimur vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem allt er á suðupunkti á milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna. Mæðginin eru múslimar og af palestínsku bergi brotin en móðirin flutti til Bandaríkjanna fyrir tólf árum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina í gærkvöldi og fordæmdi hana harðlega. Ekkert pláss sé fyrir hatur af þessu tagi í Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn þyrftu að standa saman gegn íslamófóbíu.

Czuba hefur verið kærður fyrir morð, morðtilraun, hatursglæp og alvarlega líkamsárás. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Í frétt BBC kemur fram að mæðginin hafi verið leigjendur hjá Czuba. Móðirin hringdi í lögreglu á laugardagsmorgun þar sem hún tjáði henni að Czuba væri að ráðast að þeim vopnaður hníf. Þegar lögregla kom á vettvang lágu þau bæði í blóði sínu á gólfi íbúðarinnar. Pilturinn, sem hlaut 26 stungusár, var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum