Ein af stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar hélt kynlífspartý á hóteli í London á dögunum. Ensk blöð segja nú frá þessu.
Fjöldi kvenna fékk boð um að mæta í gleðskapinn en við komuna þurftu þær að skrifa undir pappíra þar sem þeim er bannað að tjá sig um málið. Símar þeirra voru einnig teknir af þeim og geymdir á meðan þær voru á svæðinu.
„Þetta var mjög villt stemming,“ segir ein af fyrirsætunum sem fékk boð í gleðskapinn.
Hún leyfði blaðamanni The Sun að hlusta á skilaboð um hvernig hún skildi koma sér á staðinn. „Þú kemur hingað og bílstjórinn stoppar þarna, þú ferð í gegnum öryggisleitina,“ segir maðurinn.
„Öryggisverðir láta þig skrifa undir NDA samning og símar eru teknir. Síðan er farið upp í herbergin.“
Konan tjáir sig svo um það hvað fór þarna fram. „Það mættu mjög margar stelpur, þannig að við urðum að bíða niðri í röð þangað til einhverjar fóru,“ segir hún.
„Þeir voru með nokkur stór herbergi og sá sem skipulagði þetta fylgdi stelpunum upp. Sumar fóru upp í rúm með þeim,“ segir konan og vill meina að fleiri en einn leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni hafi verið á staðnum.
„Það fengu allir frítt að drykka og það var mikið vín. Ég heyrði í ungri konu sem vann á hótelinu í ástarlotum með leikmanni og yfirmaður hennar var ekki glaður.“