fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Það verður ólíft vegna hita í þessum stórborgum í náinni framtíð

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 16. október 2023 21:00

Frá Delhi á Indlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsbreytingar munu gera það að verkum að ólíft verður vegna hita á ákveðnum svæðum jarðar í náinni framtíð og eru borgir með milljónir íbúa þar á meðal.

Þetta er samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtust í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences og Washington Post fjallar um á vef sínum.

Flest þessara svæða sem um ræðir eru í Mið-Austurlöndum, Asíu og Afríku.

Bent er á það að sumir, sérstaklega ungt fólk, geti dvalið í miklum hitum í nokkra daga í senn en þegar um ræðir lengri tíma, nokkrar vikur og þaðan af meira, verði þessi svæði óbyggileg fólki.

Samkvæmt skýrslunni gæti borgin Lahore í Pakistan orðið óbyggileg yfir hásumarið í að lágmarki tvær til þrjár vikur um miðja þessa öld. Um ellefu milljónir manna búa í borginni.

Svipað verður uppi á teningnum í borginni Al Hudaydah í Jemen þar sem gríðarlegar hitabylgjur gætu staðið yfir í 2-3 mánuði.

Aðrar borgir á þessum lista eru til dæmis Delhi, þriðja fjölmennasta borg heims, Hanoi í Víetnam, Dammam í Sádi-Arabíu, Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Bandar Abbas í Íran.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast