Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár á föstudaginn, Gylfi fékk frábærar móttökur á Laugardalsvelli þegar hann kom inn af bekknum í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg.
Gylfi Þór ákvað að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn eftir tvö ár frá leiknum og hefur í aðdraganda þess mikið talað um að dóttir sín hafi hjálpað sér í gegnum árin tvö þar sem hann var í farbanni í Englandi.
Það þarf því ekki að koma á óvart að Gylfi hafi beint eftir leik farið til hennar og fallist í faðma hennar eftir endurkomuna í landsliðið. Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa birti myndir af því á Instagram.
Dóttir Gylfa og Alexöndru var þarna að sjá pabba sinn spila landsleik í fyrsta sinn en Gylfi er að flestra mati besti landsliðsmaður sögunnar.
Gylfi hefur skorað 25 mörk fyrir landsliðið og þarf því að skora tvö til viðbótar til að bæta markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar.
Gylfi fær gott tækifæri til þess í kvöld þegar Ísland mætir Liechtenstein en ekki er útilokað að hann byrji þann leik.