Eyjólfur Héðinsson, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðablik.
Eyjólfur mun aðstoða Halldór Árnason sem tók við starfi þjálfara fyrir viku síðan þegar Breiðablik ákvað að láta Óskar Hrafn Þorvaldsosn hætta störfum.
Eyjólfur hefur starfað hjá Breiðabliki síðan 2022 sem þjálfari með sérstaka áherslu á unga leikmenn sem eru að byrja að æfa með meistaraflokki og verið mikilvægur hluti af þjálfarateymi meistaraflokks.
Áður en Eyjólfur kom til starfa hjá Breiðabliki þá spilaði hann 150 leiki í efstu deild á Íslandi, lengst af með Stjörnunni.
Hann hefur einnig spilað með ÍR, Fylki, GAIS í Svíþjóð og SönderjyskE og FC Midtjylland í Danmörku.