Vinicius Junior hefur staðfest það að hann ætli ekki að enda feril sinn hjá spænska stórliðinu Real Madrid.
Vinicius er einn öflugasti vængmaður heims í dag en hann er 23 ára gamall og á nóg eftir á sínum ferli.
Brassinn er sjálfur tilbúinn að spila allan ferilinn með Real en það er ekki í boði eftir loforð sem hann gaf föður sínum.
Vinicius lofaði föður sínum að hann myndi snúa aftur til heimalandsins síðar á ferlinum og semja aftur við Flamengo.
,,Ég tel að ég gæti spilað hér allan minn feril en mitt félag er Flamengo,“ sagði Vinicius í samtali við L’Equipe.
,,Ég lofaði föður mínum að ég myndi snúa aftur þangað einn daginn og ég þarf að standa við það loforð.“