Javier Tebas, forseti spænska knattspyrnusambandsins, elskar fátt meira en að skjóta á franska stórliðið Paris Saint-Germain.
Tebas hefur oft gagnrýnt PSG og vinnubrögð félagsins en forríkir aðilar eiga liðið og fara ekki sparsamlega með peningana.
Tebas hefur oft sett spurningamerki við það af hverju FFP [Financial Fair Play] sé ekki búið að refsa PSG almennilega fyrir gríðarlega eyðslu undanfarin ár.
Hann fer nú skrefi lengra og ásakar félagið um að ‘brenna peninga’ og vill þar meina að það sé engin hugsun á bakvið reksturinn í París.
,,Í Frakklandi, við vitum að PSG hefur tapað 605 milljónum evra og án stuðningsins sem þeir eru með á bakvið sig þá væri upphæðin miklu hærri,“ sagði Tebas.
,,PSG væri sigurvegari ef það væri haldið mót sem verðlaunar félag fyrir að brenna peninga.“