Frank Leboeuf, goðsögn Chelsea, hefur harðlegas gagnrýnt Spánverjann Mikel Arteta sem stýrir Arsenal í dag.
Arteta tók þá ákvörðun fyrr á tímabilinu að skipta út markmanni sínum, Aaron Ramsdale, fyrir David Raya sem kom í glugganum frá Brentford.
Ramsdale hafði staðið sig mjög vel sem aðalmarkvörður Arsenal og voru margir hissa þegar hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu.
Leboeuf telur að Arteta viti sjálfur að hann hafi gert mistök með að velja Raya en að hann sé of þrjóskur til að hætta við.
,,Arteta þarf að vera mjög þrjóskur því hann gerði mistök með að velja Raya og þarf nú að halda sig við þá ákvörðun,“ sagði Leboeuf.
,,Arteta tók þessa ákvörðun og þarf að halda sig við hana því annars missir hann allt álit. Það var ekkert vit í þessu alveg frá byrjun.“
,,Ramsdale var markmaður tímabilsins síðasta vetur en var víst ekki nógu góður fyrir Arteta. Ég held að hann sé að reyna að herma eftir Pep Guardiola og því sem hann gerði hjá Manchester City.“