fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Segir að Arteta sé þrjóskur og vilji ekki viðurkenna eigin mistök

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. október 2023 15:17

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Leboeuf, goðsögn Chelsea, hefur harðlegas gagnrýnt Spánverjann Mikel Arteta sem stýrir Arsenal í dag.

Arteta tók þá ákvörðun fyrr á tímabilinu að skipta út markmanni sínum, Aaron Ramsdale, fyrir David Raya sem kom í glugganum frá Brentford.

Ramsdale hafði staðið sig mjög vel sem aðalmarkvörður Arsenal og voru margir hissa þegar hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu.

Leboeuf telur að Arteta viti sjálfur að hann hafi gert mistök með að velja Raya en að hann sé of þrjóskur til að hætta við.

,,Arteta þarf að vera mjög þrjóskur því hann gerði mistök með að velja Raya og þarf nú að halda sig við þá ákvörðun,“ sagði Leboeuf.

,,Arteta tók þessa ákvörðun og þarf að halda sig við hana því annars missir hann allt álit. Það var ekkert vit í þessu alveg frá byrjun.“

,,Ramsdale var markmaður tímabilsins síðasta vetur en var víst ekki nógu góður fyrir Arteta. Ég held að hann sé að reyna að herma eftir Pep Guardiola og því sem hann gerði hjá Manchester City.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli