Bianca Westwood er nafn sem margir kannast við en hún starfaði fyrir Sky Sports í heil 22 ár áður en hún lét af störfum í sumar.
Westwood var hluti af sjónvarpsþættinum vinsæla Soccer Saturday á Sky Sports sem kvaddi eftir síðustu leiktíð.
Westwood er 49 ára gömul í dag en hún var í raun fyrsti kvenmaðurinn til að vekja athygli þegar kom að því að ræða og fjalla um fótbolta.
Hún byrjaði í sjónvarpi 2012 en hafði fyrir það starfað á bakvið tjöldin.
Westwood tjáði sig ítarlega um sinn feril sem sjónvarpskona í samtali við the Mirror í skemmtilegu viðtali.
,,Ég hafði alltaf þekkt leikinn út og inn. Ég hef fylgst með fótbolta síðan ég var sex ára gömul en af einhverjum ástæðum þá fékk ég hatur fyrir að vera kona að tala um fótbolta,“ sagði Westwood.
,,Þetta var þegar Twitter var að byrja – ég var ekki tilbúinn fyrir það. Hatrið sem ég fékk var gróft og mjög það hætti aldrei. Ég byrjaði að ofhugsa og passaði mig á að sinna starfinu fullkomlega.“
,,Þú mátt alveg segja að ég sé ljót eða að ég væri að sofa hjá yfirmanni mínum, að ég væri of gömul. Það pirraði mig ekki neitt.“
,,Það sem pirraði mig var þegar karlmenn sögðu við mig að ég hefði ekki hugmynd um fótbolta. Það pirraði mig svo mikið því ég hef fylgst með íþróttinni síðan þú fæddist.“