Sjeik Jassim er að hætta við að kaupa enska stórliðið Manchester United en frá þessu er greint í kvöld.
Fabrizio Romano greinir frá en Jassim hefur lengi verið í viðræðu við Glazer fjölskylduna um kaup.
Hann vildi eignast 100 prósent hlut í enska félaginu en þriðja tilboði hans hefur nú verið hafnað.
Jassim hefur tjáð Glazer fjölskyldunni að hann sé nú hættur við og þarf annar kaupandi að finnast.
Jim Ratcliffe er annar sem hefur sýnt félaginu áhuga en hann er einnig eigandi Nice í Frakklandi.