Peningar voru ekki eina ástæðan fyrir því að Cristiano Ronaldo ákvað að færa sig til Sádi Arabíu.
Þetta segir Marcelo Salazar, stjórnarformaður Al-Nassr, en Ronaldo gerði samning við það félag í byrjun árs.
Ronaldo er á risalaunum í Sádi sem og aðrir leikmnenn sem hafa fært sig til landsins en Salazar segir að það sé meira á bakvið skiptin en bara peningar.
,,Þessi félagaskipti voru svo sannarlega jarðskjálfti. Þetta var mjög metnaðarfullt og frábært skref hjá félaginu. Við gerðum þetta í sameiningu,“ sagði Salazar.
,,Að sannfæra stórstjörnu eins og Cristiano þá þarftu að bjóða upp á spennandi verkefni, þetta snýst ekki bara um peningana.“
,,Cristiano er goðsögn, í hvert sinn sem þú horfir á tölfræði hans kemur það þér á óvart.“