Jude Bellingham er besti leikmaður heims í dag ef þú spyrð markmanninn Kepa Arrizabalaga sem spilar með Real Madrid.
Kepa er liðsfélagi Bellingham hjá Real en sá síðarnefndi gekk í raðir spænska liðsins frá Dortmund í sumar.
Kepa er staðráðinn í að enginn leikmaður heims sé á betri stað en Bellingham í dag en hann hefur skorað 11 mörk í 11 leikjum fyrir Real og lagt upp þrjú mörk.
,,Eins og staðan er, ef við horfum á alla leikmenn þá sé ég engan betri en Bellingham,“ sagði Kepa.
,,Við sjáum yfir hverju hann býr í hverjum einasta leik, ég vona að þetta haldi áfram. Hann er mjög klár strákur og er með skýrar hugmyndir.“
,,Við getum ekki bara talað um mörkin hans heldur einnig varnarvinnuna, það sem hann gerir á vellinum.“