fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Metnaðarfullur fjármálaráðgjafi með samviskubit

Eyjan
Laugardaginn 14. október 2023 10:20

Metnaðarfullur fjármálaráðgjafi er sennillega lítill í sér þessa stundina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíðindi vikunnar var sú ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra eftir að umboðsmaður Alþingis hafði slegið á putta hans varðandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ástæðan var sú að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafði keypt lítinn hlut í bankanum og þar með brast Bjarna hæfi til að standa að sölunni fyrir hönd ríkisins. Bjarni hafði reynt að halda uppi vörnum lengi vegna málsins og bent á það að hann hafði ekki hugmynd um þátttöku föður síns fyrr en talsvert eftir að útboðinu lauk en álit umboðsmannsins var kornið sem fyllti mælinn.

Metnaðarfullur en með samviskubit

Þó að margt bendi til þess að Bjarni hoppi einfaldlega í annan hlýjan ráðherrastól, það kemur í ljós innan tíðar, þá kom ákvörðunin flestum í opna skjöldu, meira að segja lykilmönnum innan ríkisstjórnar Íslands. Reikna má þó með því að enginn hafi verið eins sjokkeraður og metnaðarfullur fjármálaráðgjafi sem þarna sá slæma ákvörðun sína brotlenda endanlega.

Íslenskir auðkýfingar eru iðulega með sérfræðinga á sínum snærum sem aðstoða við að halda utan um eignasafn þeirra og stýra fjárfestingum, slíkir sérfræðingar starfa iðulega hjá eignastýringasviðum bankanna eða annarra fjármálafyrirtækja en þó eru sumir sem ganga skrefinu lengra og eru einfaldlega með starfsmanna á launaskrá sem sjá um utanumhaldið.

Hvað gat eiginlega klikkað?

Orðið á götunni er að slíkur ráðgjafi hafi tekið þá ákvörðun fyrir hönd Benedikts Sveinssonar að stökkva á tilboðið um að kaupa  hlut í útboðinu á Íslandsbanka. Umhugsunartíminn var lítill sem enginn og ákvörðunin virtist augljós.  Hvað gæti jú klikkað? Það var eftirsótt að fá að taka þátt í þessu lokaða útboði og þó að hálfgert klink væri að ræða, í samanburði við eignasafn Benedikts, þá voru ágætis líkur á því að um arðbæra fjárfestingu yrði að ræða. Og um það snerist jú starfið.

Niðurstaðan varð síðan sú að allt klikkaði enda snerist .Bjarna Ben svelgdist duglega á kaffinu sínu þegar hann sá föður sinn meðal fjárfesta í útboðinu og síðan hefur tekið við óþægileg nauðvörn sem endaði með afsögn ráðherrans.

Ef vel er að gáð er ekki ólíklegt að gestir einhvers öldurhússins í miðbænum um helgina sjái vel klæddan fjármálaráðgjafa sitja út í horni, stara ofan í glas af göróttum drykk og velta fyrir sér frumtóminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast