Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, bauð upp á skemmtilegt svar er hann var spurður út í eigin framtíð.
Postecoglou fékk spurningu um hvort hann gæti mögulega tekið við enska landsliðinu af Gareth Southgate.
Ástralinn er aðeins nýbyrjaður á Englandi en hann tók við Tottenham í sumar og hefur byrjað virkilega vel í nýju stiarfi.
Margir yrðu spenntir ef Postecoglou ákveður að taka við enska landsliðinu en hann er svo sannarlega ekki að horfa þangað í dag.
,,Æi hættu þessu vinur,“ sagði Postecoglou í viðtali við The Telegraph og svaraði þar blaðamanni.
,,Furðulegri hlutir hafa gerst en nei. Þeir eru með frábæran þjálfara nú þegar og ég er búinn að spila átta leiki með Tottenham. Þannig horfi ég á hlutina.“