Manchester United gæti verið að missa mikilvægan hlekk í þjálfarateymi sínu samkvæmt hollenska miðlinum De Telegraaf.
De Telegraaf greinir nú frá því að Mitchell van der Gaag, hægri hönd Erik ten Hag, sé á óskalista Ajax.
Ajax er að leita að nýjum þjálfara en liðið er í fallsæti eftir fimm leiki í hollensku úrvalsdeildinni.
Van der Gaag þekkir það vel að vinna hjá Ajax en hann var aðstoðarmaður Ten Hag áður en sá síðarnefndi tók við Man Utd.
Maurice Steijn er þjálfari Ajax þessa stundina en hans starf er í mikilli hættu og er búist við brottrekstri á næstu dögum.