Chelsea þurfti að banna skyndibitastað að selja fyrrum stórstjörnunni Eden Hazard mat fyrir utan heimavöll liðsins, Stamford Bridge.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Matt Law en Hazard hefur aldrei farið leynt með það að hann eigi það til að fá sér fitugt fæði.
Hazard hefur lagt skóna á hilluna aðeins 32 ára gamall eftir dvöl hjá Real Madrid þar sem hlutirnir gengu ekki upp.
Belginn er einn allra besti leikmaður í sögu Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og var stórkostlegur til margra ára.
Það var hamborgarastaður fyrir utan heimavöll Chelsea sem Hazard var afar hrifinn af en félagið hafði áhyggjur af sínum besta leikmanni.
Chelsea ákvað að banna þessum ágæta stað að selja Hazard mat en hann var oft gagnrýndur á sínum ferli fyrir að halda sér ekki í nægilega góðu standi.