Orri Steinn Óskarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024. Hann segir að tilfinningin hafi verið ólýsanleg.
„Tilfinningin var ótrúleg. Þetta var mikið stolt og maður fékk gæsahúð um allan líkamann þegar völlurinn sprakk,“ sagði Orri við 433.is eftir leik.
Hvað leikinn sjálfan varðar er Orri þó svekktur en honum lauk 1-1. Ísland var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en missti leikinn niður í jafntefli.
„Við áttum að gera út um þennan leik í fyrri hálfleik og nýta færin okkar betur,“ sagði Orri.
Nánar er rætt við hann í spilaranum.