Sverrir Ingi Ingason var með fyrirliðaband Íslands sem gerði 1-1 jafntefli við Lúxemborg í kvöld í undankeppni EM 2024.
Úrslitin voru svekkjandi en Ísland var mun betra liðið í fyrri hálfleik og leiddi 1-0 eftir hann.
„Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik, fórum hátt á þá og vorum að vinna boltann á góðum stöðum, vorum að skapa okkur 3-4 mjög góð færi til að klára leikinn,“ sagði Sverrir við 433.is eftir leik.
Lúxemborg jafnaði í upphafi seinni hálfleiks.
„Þetta er bara lélegt og við eigum ekki að fá á okkur svona mörk. Við getum kennt sjálfum okkur um.
Þetta er svipað og með Slóvakíuleikinn í sumar þar sem við eigum að vera með 2-3 marka forystu í hálfleik. Við þurfum að geta sett saman tvo góða hálfleik.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.