„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við spilum vel í fyrri hálfleik og eigum að skora fleiri mörk af því við opnum þá það vel. Þeir skora skítamark í byrjun seinni og við eigum bara ekki að leyfa því að gerast,“ sagði svekktur Arnór Sigurðsson eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Lúxemborg í undankeppni EM í kvöld.
Ísland var 1-0 yfir eftir frábæran fyrri hálfleik en Lúxemborg jafnaði í þeim seinni og náðu Strákarnir okkar sér ekki á strik á ný.
„Það á ekki að hafa þannig áhrif að við hættum að gera hlutina sem við gerðum í fyrri,“ sagði Arnór um markið.
Stemningin í klefanum var súr eftir leik. „Hún var svolítið eins og við hefðum tapað leiknum.“
Fyrir landsleikjagluggann var sagt að Age Hareide landsliðsþjálfari og þjáflari Blackburn hefðu gert samkomulag um að Arnór myndi aðeins spila annan leikinn í þessu verkefni. Verður hann þá ekki með gegn Liechtenstein á mánudag?
„Þeir voru eitthvað að díla. Ég er klár og mér líður vel. Ég vil alltaf spila fyrir Ísland.
Viðtalið í heild er hér að neðan.