„Ég hef sjaldan verið jafn svekktur eftir leik. Við eigum að klára leikinn í fyrri hálfleik og það er aulalegt af okkur að gefa mark strax í upphafi seinni,“ sagði svekktur Willum Þór Willumsson við 433.is eftir jafntefli Íslands gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í kvöld.
Ísland átti frábæran fyrri hálfleik og var 1-0 yfir eftir hann en Lúxemborg jafnaði í 1-1 í upphafi seinni hálfleiks. Strákarnir okkar náðu sér ekki á strik á ný og lokatölur 1-1. Það er orðið nokkuð ljóst að liðið fer ekki á EM í gegnum undanriðilinn.
„Við verðum að klára svona. Þegar við fáum svona mörg færi eigum við að setja 2-3 mörk og klára leikinn. Kannski er það eitthvað sem við þurfum að bæta,“ sagði Willum.
„Menn voru svekktir en við þurfum bara að byggja ofan á þetta og vera klárir fyrir mars.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.