Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðsbúninginn í fyrsta sinn síðan í nóvember 2020.
Hann kom inn á nú þegar um 20 mínútur voru eftir af leik Íslands og Lúxemborgar í undankeppni EM 2024.
Fögnuðurinn á Laugardalsvelli þegar Gylfi kom inn á var gríðarlegur.
Staðan er 1-1 þegar um stundarfjórðungur lifir venjulegs leiktíma.
Comeback time pic.twitter.com/ViPVMdB4oZ
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) October 13, 2023