Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Lyngby er á bekknum hjá íslenska landsliðinu sem mætir Lúxemborg á heimavelli klukkan 18:45.
Búist er við að Gylfi spili um hálftíma í leiknum en byrjunarliðið er áhugavert.
Nokkra athygli vekur að Alfreð Finnbogason er á meðal varamanna en Orri Steinn Óskarsson byrjar í fremstu víglínu.
Aron Einar Gunnarsson er á meðal varamanna en Ísak Bergmann Jóhannesson fær tækifæri í byrjunarliðinu.
Byrjunarlið Íslands:
Rúnar Alex Rúnarsson
Alfons Sampsted
Sverrir Ingi Ingason
Guðlaugur Victor Pálsson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Willum Þór Willumsson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Sigurðsson
Hákon Arnar Haraldsson
Orri Steinn Óskarsson