Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Nýr þáttur kemur út alla föstudaga. Gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar að þessu sinni var fjölmiðlastarnan Tómas Steindórsson.
Wayne Rooney er orðinn stjóri Birmingham í ensku B-deildinni en þetta var staðfest í vikunni.
„Ég er mikill Wayne Rooney maður. Hann hefur oft tekið við liðum sem er á erfiðum stað en Birmingham er næst stærsta borg Englands og liðið vill vera í efstu deild,“ sagði Tómas.
Hrafnkell tók til máls.
„Hann þarf að sýna að hann geti þjálfað í Englandi og verið með fulle femm. Það hefur oft verið ansi mikið bull á honum í gegnum tíðina.“
Umræðan í heild er í spilaranum.