Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Nýr þáttur kemur út alla föstudaga. Gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar að þessu sinni var fjölmiðlastarnan Tómas Steindórsson.
Enski landsliðshópurinn var valinn í vikunni en þar var James Ward Prowse, leikmaður West Ham, ekki með en Jordan Henderson hjá Al Ettifaq er í hópnum.
„Það sauð á mér að sjá að hann væri ekki í landsliðinu. Jordan Henderson úr Al Ettifaq er þarna,“ sagði Hrafnkell.
Tómas kom af fjöllum þegar honum var tjáð að Henderson væri í hópnum.
„Er hann í hópnum? Guð minn almáttugur.“
Umræðan í heild er í spilaranum.