fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Voru háþróuð örbylgjuvopn notuð til að kveikja eldana á Maui?

Fókus
Föstudaginn 13. október 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Voru skógareldarnir á Maui, Hawaii, ekki það sem þeir sýndust? Ef marka má samfélagsmiðla gætu sumir haldið að maðkur væri í mysunni, en þar hefur fjöldi myndbanda gengið þar sem athugasemdir eru gerðar við opinberar útskýringar á þessum stjórnlausu eldum. Töldu sumir ljóst að hér hafi verið um viljaverk að ræða aðrir töldu skuggalegri ástæðu þarna að baki – eldarnir hafi orsakast af háþróuðu vopni.

Ef það fór á milli mála er hér á ferðinni samsæriskenning, en slíkar kenningar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Samsæriskenningar eiga rætur að rekja til forvitni mannskepnunnar og á tímum vantrausts til valdhafa og þeirra sem flytja fréttir. Það er gjarnan gaman að velta slíkum kenningum fyrir sér og æfa þannig gagnrýna hugsun en fólk þarf að varast að velja og hafna upplýsingum og staðreyndum svo það henti málflutningnum heldur líta á allt heildstætt.

Félagarnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór halda úti hlaðvarpinu Álhattinum þar sem þeir taka fyrir samsæriskenningar og velta fyrir sér hversu sannfærandi þær eru. Að þessu sinni er horft til nýlegra hamfara, en það var bara í ágúst á þessu ári sem miklir skógareldar herjuðu á íbúa eyjunnar Maui.

Háþróuð örbylgjuvopn?

Skógareldarnir á Maui, Hawaii, sem áttu sér stað síðsumars og í haust eru sagðir vera umfangsmestu skógareldar í sögu Hawaii og mestu náttúruhamfarir sem átt hafa sér stað í Bandaríkjunum á síðustu hundrað árum. En voru þetta raunverulegar og óumflýjanlegar náttúruhamfarir líkt og stjórnvöld vilja meina? Eða getur verið að eitthvað mun dekkra búi að baki? Er möguleiki að eldarnir hafi verið kveiktir viljandi og þá hvers vegna?

Í nýjasta þætti Álhattarins velta þremenningarnir fyrir sér þeirri glænýju og afar áhugaverðu samsæriskenningu að háþróuðum örbylgjuvopnum hafi verið beitt til þess að kveikja skógareldana á Maui og þá hvers vegna? Einnig ræða þeir undarlega ákvarðanatöku lögreglu og annara viðbragðsaðila sem virðast um það bil allir hafa tekið eintómar rangar ákvarðanir auk þess að ræða það einfaldlega hvað í veröldinni háþróuð örbylgjuvopn séu.

Orkuveita Hawaii og eignarhald hennar ber einnig á góma og þeirri spurningu velt upp hvernig eldur geti kviknað út frá rafmagnslínum löngu eftir að rafmagnið hefur verið rofið af línunum. Strákarnir spá einnig í það hvers vegna yfirvöld skrúfuðu fyrir vatnið í miðjum björgunaraðgerðum og takmörkuðu þannig möguleika slökkviliðsins til þess að berjast við eldana og hvað bjó að baki þeim ákvörðunum að loka öllum vegum út af meintu hamfarasvæðinu? Getur verið að hús með bláum þökkum brenni síður en önnur hús og hvernig í veröldinni þetta eiginlega lögreglustjórum á Hawaii og hans fortíð? Og hvað hafa Oprah Winfrey og Dwayne “The Rock” Johnson með málið að gera. Blackrock, Vanguard, Lockheed Martin og aðrir reglulegir vinir þáttarins eru að sjálfsögðu til umræðu auk John Podesta „uppáhalds“ milljarðarmæringi Guðjóns Heiðars.

Þeir félagar horfa meðal annars til þess að heilu bílarnir hreinlega bráðnuðu í ógnarmiklum hita eldanna, en á sama tíma voru sumar fasteignir rústir einar, en eignirnar við hliðina nánast ósnertar. Hvernig mátti það vera?

 

@alhatturinn #mauifires #dew #directedenergyweapons #conspiracy #podcast #conspiracypodcast #maui #disaster #hlaðvarp #fyp #fypiceland #samsæri #mauiconspiracy ♬ original sound – Álhatturinn

Fjölmiðlar hafa töluvert fjallað um þessa kenningu og bent á að þar sé ekki tekið tillit til þess að skógareldarnir voru keyrðir áfram af mikilli þurrkatíð. Mikið af þeim myndum og myndskeiðum sem hafi birst á samfélagsmiðlum hafi í raun verið ótengdar eldunum og að töluvert af fölskum og misvísandi upplýsingum sé í dreifingu. Það sé líklega í eðli mannskepnunnar að vilja frekar trúa því að svona hörmungar séu af mannavöldum fremur en að hér sé hin ógnvekjandi móðir náttúra á ferðinni, því hún er allstaðar og enginn því fullkomlega öruggur, eða þannig gæti manni liðið. Engu að síður er alltaf gaman að velta fyrir sér hvað ef… svo lengi sem það fer ekki út í sprell.

Álhatta-menn lofa góðri skemmtun en þeir segja: „Við mælum því með að koma sér vel fyrir, setja upp álhattinn ykkar og skella þættinum í gang! Þeir sem vilja taka þátt í umræðunum kringum kenningarnar sem fjallað er um geta svo beðið um inngöngu í umræðuhópinn á Facebook! Góða skemmtun!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað