Þjálfarinn Nanna Björk Elvarsdóttir kveður niður algengar mýtur um hreyfingu og mataræði.
„Þetta er ekki rétt þó rosalega mikið af fólki trúir þessu ennþá. Þú fitnar ekki af kolvetnum. Þú fitnar af því að borða of margar kaloríur.“
„Þetta er ekki rétt. Kviðæfingar þjálfa kviðvöðvana og staðbundinn fitumissir er ekki til. Við getum ekki ráðið því hvar líkaminn missir fitu og hvar ekki.“
„Auðvitað getur verið að þú svitnir mikið á góðri æfingu en bara það að þú svitnir mikið þýðir ekki að þú hafir tekið góða æfingu. Sviti er leið fyrir líkamann til að kæla sig niður. Ekki mælikvarði á hvað þú brenndir mikið eða stóðst þig vel á æfingu.“
„Það skiptir engu máli hvað klukkan er þegar þú borðar. Ef þú borðar of margar kaloríur þá fitnarðu, ef þú borðar ekki jafn margar kaloríur þá fitnarðu ekki, sama hvað klukkan er.“
„Nei… Ég hef eiginlega ekkert meira að segja en nei,“ segir hún hlæjandi.
@nannaelvarsfitness5 mýtur um hreyfingu og mataræði♬ Storytelling – Adriel
Fylgstu með Nönnu á Instagram og TikTok. Hún deilir reglulega alls konar fróðleik tengdum hreyfingu og næringu.
View this post on Instagram