fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Finna ekki mann sem ákærður er fyrir níu afbrot – Með skuggalegan varning í herbergi á Snorrabraut

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. október 2023 13:30

Frá Snorrabraut. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur birt fyrirkall gegn manni í Lögbirtingablaðinu og birt þar ákæru Héraðssaksóknara gegn honum. Maðurinn heitir Eliner Duro, fæddur 1995, og er frá Albaníu.

Eliner er ákærður fyrir samtals níu afbrot í Reykjavík á tímabilinu 22. apríl 2021 fram í janúar á þessu ári.

Hann er sakaður um að hafa haft í fórum sínum í herbergi í húsi á Snorrabraut 57 stykki af MDMA, 108 g af maríhúana og 13 g af amfetamíni. Efnin voru ætluð til söludreifingar. Nokkrum dögum síðar var hann tekinn í herbergi í Bergstaðastræti með nokkuð minna af fíkniefnum í fórum sínum, en þau voru líka ætluð til söludreifingar.

Maðurinn er síðan sakaður um nokkur önnur brot, flest fíkniefnatengd en einnig eftirtalin brot á útlendingalögum:

„Útlendingalagabrot með því að hafa, á tímabilinu 26. apríl 2021 til 22. desember 2022,  ítrekað brotið gegn skyldu sinni til að tilkynna sig á lögreglustöðina við Hverfisgötu 113 í Reykjavík samkvæmt ákvörðunum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26. apríl 2021, 2. janúar 2022 og 23. nóvember 2022, birtum ákærða greinda daga.“

„Útlendingalagabrot með því að hafa, á tímabilinu 27. september 2020 til 6. janúar 2023, dvalið í heimildarleysi hér á landi án dvalarleyfis, en ákærði fór huldu höfði hér á landi í kjölfar ákvörðunar Útlendingastofnunar 16. júní 2021, þar sem honum var tilkynnt um brottvísun og endurkomubann fyrir ólögmæta dvöl hér á landi.“

Maðurinn hefur nú verið opinberlega kvaddur fyrir dóm, til að „hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum.“

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 23. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu