fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Díana prinsessa notaði sérstakt hársprey til að forðast „þyrluhár“ 

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 14. október 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Díana prinsessa heitin var þekkt fyrir einstakan og glæsilegan stíl sinn, jafnt í framkomu og fatastíl, einnig vakti klipping hennar og hár mikla athygli og voru mörg dæmi um að beðið væri um klippingu eins og Lady Di. Nú er komið upp úr dúrnum að Díana notaði sérstakt hársprey til að forðast svokallað „þyrluhár.“

„Ég vann mjög náið með henni og hárgreiðslukonunni hennar Sam McKnight á sínum tíma,“ segir Sheree Ladove Funsch, sem var um tvítugt þegar hún fékk símtal um að búa til sérstaka formúlu sem myndi hjálpa Díönu að forðast „þyrluhár“ á fjölmörgum ferðum hennar víðs vegar um heiminn.

„Þegar hún fór út úr þyrlunni snerust þyrlublöðin og hárið á henni blés til, þannig að fallega klippingin hennar eyðilagðist.“

Ladove Funsch, sem er í dag forstjóri LaDove Inc., snyrtivöruveldis sem fjölskylda hennar stofnaði árið 1977, segir að Díana hafi viljað hársprey með þéttu haldi sem virtist mjúkt, eitthvað sem myndi ekki spilla unglegri og glæsilegri ímynd hennar.

„Hún vildi ekkert sem myndi láta hárið líta út fyrir að vera límt því hún var svo ung og svo falleg. Hún vildi ekki … eins konar hjálmhaus.“

Svo, Ladove Funsch ætlaði sér að búa til það sem hún, Diana og McKnight kölluðu „Helicopter Hairspray“ sem var fullkomnað eftir mikla vinnu og prófanir. Leit Funsch að rétta efninu fólst í mörgum ferðalögum til að finna sjaldgæft hráefni. „Við fundum þetta tyggjóplastefni úr tré og þannig gátum við búið til þessa formúlu fyrir Díönu.“ 

Í gegnum símtöl við Díönu og McKnight komst Funsch að því að einnig þyrfti aðra hárspreyformúlu til að nota með kórónu. „Það voru tvær útgáfur. Það var þyrlan og svo var það gimsteinaútgáfan. Vegna þess að þegar bar kórónu, þá ertu að tala um milljónir og milljónir dala af gimsteinum á höfðinu á henni,“ segir Funsch, en hárspreyið mátti ekki skilja eftir leifar á kórónunni og gimsteinunum.

„Við urðum að búa til eitthvað sem var ekki eins öflugt og hársprey en það myndi samt gefa henni smá hald … án þess að eyðileggja gimsteinana. Funsch segir að hún og Díana hafi ekki rætt það að hárspreyvörurnar tvær yrðu seldar á almennum markaði. 

„Ég er ekki að segja að hún hefði ekki samþykkt slíka sölu, en það var ekki ætlunin. Varan var bara eitthvað einstakt fyrir hana,“ segir Funsch sem hitti Díönu eitt sinn eina á fundi í Kensingtonhöll og segist hún aldrei gleyma þeim fundi.

Díana lést í hörmulegu bílslysi árið 1997, aðeins 36 ára að aldri. Er hennar enn minnst víða um heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram