fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Sá sem seldi lottómiðann fær sjálfur rúmar 140 milljónir

Pressan
Föstudaginn 13. október 2023 11:00

Khalil til vinstri með ávísun upp á eina milljón dollara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næststærsti lottóvinningur sögunnar gekk út í Bandaríkjunum í fyrrakvöld og var það heppinn miðaeigandi sem var einn með fyrsta vinning, 1,76 milljarða Bandaríkjadala, 245 milljarða króna.

Miðinn var seldur í verslun í smábænum Frazier Park í Kaliforníu þar sem rétt rúmlega 3.000 íbúar búa. Eðli málsins samkvæmt eru íbúar forvitnir um það hvaða íbúi datt í lukkupottinn en enn sem komið er hefur ekkert verið gefið upp um sigurvegarann.

En það er ekki bara miðahafinn heppni sem dettur í lukkupottinn því eigandi verslunarinnar sem seldi miðann fær í sinn hlut eina milljón Bandaríkjadala, tæpar 140 milljónir króna. Reglum samkvæmt fá sölustaðir sem selja vinningsmiðana sinn skerf af kökunni.

Eigandi verslunarinnar, Nidal Khalil, hefur rekið umrædda verslun, Midway Market & Liquor, frá árinu 1994. Hann er flóttamaður frá Sýrlandi og segist hann ætla að nota hluta upphæðarinnar í sjóð fyrir börnin sín svo þau geti lagt stund á háskólanám.

Hann veit ekki hver keypti vinningsmiðann en segir í samtali við New York Post að hann voni að það hafi verið einn af hans fastakúnnum.

„Ég trúði þessu eiginlega ekki til að byrja með. Þetta er líklega það stærsta sem hefur gerst í sögu Frazier Park. Ég vona að sá heppni sé einn af mínum fastakúnnum, það eru nokkrir sem koma á hverjum degi og kaupa miða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður