fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

„Skepnan“ er látin – Játaði morð á 190 börnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. október 2023 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kólumbíski raðmorðinginn Alfredo Garavito, sem fékk viðurnefnið „Skepnan“ á sínum tíma, lést í fangelsi í vikunni, 66 ára gamall.

Garavito játaði að hafa myrt að minnsta kosti 190 börn á aldrinum 8 til 16 ára á tíunda áratug síðustu aldar. Flest börnin bjuggu við sára fátækt en hann lokkaði þau til sín með ýmsum aðferðum þar sem hann braut gegn þeim kynferðislega og myrti þau síðan.

Garavito var handtekinn í apríl 1999 vegna tilraunar til nauðgunar. Málið vatt upp á sig og áður en yfir lauk hafði hann játað að hafa framið yfir 190 morð. Hann var sakfelldur fyrir 142 þeirra og dæmdur í 1.853 ára fangelsi. Fjögur morðanna framdi hann í Ekvador þar sem hann fékk 22 ára fangelsisdóm.

Þó að Garavito hafi fengið svona langan tíma getur enginn setið lengur í fangelsi en í 40 ár. Hann átti möguleika á reynslulausn á þessu ári en ekkert varð af því.

Garavito afplánaði dóm sinn í öryggisfangelsinu í Valledupar þar sem hann var hafður aðskilinn frá öðrum föngum. Töldu fangelsismálayfirvöld að aðrir fangar myndu reyna að ná til hans og koma honum fyrir kattarnef vegna þeirra hryllilegu glæpa sem hann framdi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“