David Beckham eigandi Inter Miami þvertekur fyrir að hann sé með samkomulag við aðila frá Katar um að koma inn í starfið hjá Manchester United, eignist þeir félagið.
Beckham hefur mikið starfað fyrir Katar og verið sendiherra fyrir þjóðina. Sheik Jassim frá Katar reynir að kaupa United og er sagður vilja fá Beckham með sér í lið.
„Það hefur ekki verið rætt neitt um það að ég verði sendiherra fyrir Katar í kauptilboðinu í Manchester United,“ segir Beckham.
Ensk blöð segja að Beckham hafi átt samtal við aðila frá Katar í að reyna að hjálpa Sheik Jassim að eignast félagið.
„Ég hef átt langt samband við Katar frá tíma mínum hjá PSG, fólk er bara að búa til einhverjar tengingar.“
🔴 David Beckham: „So far there’ve been no talks about me being an ambassador for Qatar to buy Man United“.
„I have a long-standing relationship with Qatar due to my time at PSG. People are going to make the connection between the two“, told NBC. pic.twitter.com/dcmti9qogG
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 13, 2023