Wayne Rooney, stjóri Birmingham, segist hafa tekið samtalið við Tom Brady einn af eigendum Birmingham áður en hann tók við liðinu.
Rooney ákvað að hætta sem þjálfari DC United á dögunum þar sem hann var með tilboð frá Birmingham.
Tom Brady sem er goðsögn úr NFL deildinni en kom inn í eignarhaldið hjá Birmingham á dögunum. Stefnan er sett á ensku úrvalsdeildina.
„Ég hef talað við Tom, hann er með virkilega mikinn metnað til að koma þessu félagi áfram,“ segir Rooney.
„Það er frábært að hafa hann hérna, það er mikilvægt fyrir leikmannahópinn að sjá að Tom Brady er á fullum krafti í þessu. Það er alveg á hreinu að Tom Brady er að skipta sér af öllu hjá félaginu.“
Rooney mun stýra sínum fyrsta leik gegn Middlesbrough um aðra helgi.