Aðeins var búið að selja um 5 þúsund miða á leik Íslands og Lúxemborg í gær sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld.
Með í þeirri tölu er sala ársmiða og boðsmiða, vitað er að ekki allir sem fá eða eiga slíka miða verða á svæðinu.
Gylfi Þór Sigurðsson mætir aftur á Laugardalsvöll í kvöld eftir tæplega þriggja ára fjarveru.
Síðast þegar Gylfi spilaði á Laugardalsvelli var hann tómur vegna sóttvarnaraðgerða vegna COVID-19.
Íslenska liðið tapaði illa gegn Lúxemborg í síðasta mánuði en búist er við að það verði ansi kalt í stúkunni í kvöld.