fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Líklegast að þau tvö hafi stólaskipti – Ekki allir á því að það sé best

Eyjan
Föstudaginn 13. október 2023 09:00

Hverfandi líkur eru á að núverandi ríkisstjórn haldi velli í næstu þingkosningum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkar stjórnarflokkanna munu koma saman til fundar í sameiningu á Þingvöllum í dag. Morgunblaðið greinir frá þessu og segir að fundurinn hefjist að líkindum fyrir hádegi og standi fram eftir degi.

Gustað hefur um stjórnarflokkana að undanförnu, ekki síst eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti afsögn sína sem fjármálaráðherra í vikunni. Fleiri ljón eru í veginum hjá ríkisstjórninni en starfshópar stjórnarflokkanna, þar sem eiga sæti þingflokksformenn og aðstoðarmenn ráðherra, hafa rætt sín á milli um fleiri áherslumál, til dæmis útlendingamál, orkumál og efnahagsmál.

Óvíst er hver tekur við af Bjarna í fjármálaráðuneytinu en Morgunblaðið kveðst hafa rætt við fulltrúa þingflokks Sjálfstæðisflokksins þar sem flestir eru þeirrar skoðunar að Bjarni hafi stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Bjarni fari í utanríkisráðuneytið og Þórdís taki við fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Samkvæmt Morgunblaðinu eru þó ekki allir á því að best fari á því. Ljóst er að meiri hræringar yrðu nauðsynlegar ef Bjarni hyrfi frá ráðherradómi og myndi það kalla á uppstokkun ráðuneyta. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru sögð fylgjandi því að matvælaráðuneytið hverfi frá VG enda gremja yfir framgöngu Svandísar Svavarsdóttur. Svandís myndi þó að líkindum fá annan ráðherrastól sem aftur myndi kalla á frekari hræringar og uppstokkun ráðuneyta.

Ríkisráðsfundur er fyrirhugaður á Bessastöðum á morgun þar sem endurskipan ráðherraembætta verður að líkindum staðfest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi