fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Ríkisstjórnarflokkarnir reyna að lappa upp á samstarfið og funda á Þingvöllum í dag

Eyjan
Föstudaginn 13. október 2023 08:00

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna munu funda sameiginlega á Þingvöllum í dag til að reyna að lappa upp á stjórnarsamstarfið sem hefur ekki verið hnökralaust.

Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að á fundinum verði rætt um þá málaflokka sem hafa verið til umfjöllunar hjá starfshópum ríkisstjórnarinnar síðustu tvo daga. Í starfshópunum eru þingflokksformenn stjórnarflokkanna og aðstoðarmenn ráðherra.

Aðaláherslan hefur verið að ræða það sem ber á milli í útlendingamálum og orkumálum. Á fundinum í dag munu þingmenn meðal annars ræða stöðu efnahagsmála, aðgerðir til að ráða niðurlögum verðbólgunnar og húsnæðismál að því er Morgunblaðið segir.

Varðandi ráðherrakapalinn segir Morgunblaðið að flestir þeir þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem blaðið hefur rætt við, séu þeirrar skoðunar að líklega fari Bjarni Benediktsson í utanríkisráðuneytið og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir taki við efnahags- og fjármálaráðuneytinu.

Ef Bjarni tekur ekki við ráðherraembætti að sinni kallar það á breytingar á ráðherrahópi Sjálfstæðisflokksins og hugslega þarf að stokka upp skiptingu ráðuneyta á milli stjórnarflokkanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast