fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Breyttu genum til að búa til kjúklinga sem eru ónæmir fyrir fuglaflensu

Pressan
Föstudaginn 13. október 2023 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamönnum tókst að búa til kjúklinga, sem eru ónæmir fyrir fuglaflensu, með því að gera breytingar á genum þeirra. Þessi áfangi gæti orðið til þess að hægt verði að vernda hænur frá því að smitast af fuglaflensu sem hefur breiðst hratt út um heiminn síðustu misserin, bæði í villtum fuglum og alifuglum.

Sky News skýrir frá þessu og segir að vísindamenn segi einnig að þörf sé á frekari rannsóknum til að koma algjörlega í veg fyrir að erfðabreytingarnar geti orðið til þess að fuglaflensuveiran stökkbreytist og taki þar með hugsanlega skref í áttina að því að geta borist í fólk.

Þegar tilraunir voru gerðar með að setja erfðabreytt gen í kjúklinga og síðan koma þeim í snertingu við fuglaflensuveiruna reyndust níu af hverjum tíu vera með vörn gegn henni. Einn sýndi örlítil merki um smit að því er fram kemur í rannsókninni sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Communications.

Fuglarnir héldu góðri heilsu og verptu eggjum á þeim tveimur árum sem rannsóknin stóð yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru