fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Bréfberi barði konu til bana með handlóðum – Faldi líkið heima hjá sér í 11 daga

Pressan
Föstudaginn 13. október 2023 04:09

Emily Sanderson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. maí síðastliðinn var tilkynnt um hvarf Emily Sanderson, 48 ára, sem bjó í Sheffield á Englandi. Lík hennar fannst 11 dögum síðar á heimili bréfberans Mark Nicholls, 43 ára.

Emily starfaði sem fylgdarkona að sögn saksóknara og hafði komið heim til Mark þennan dag. Það var ekki í fyrsta sinn sem hann keypti þjónustu hennar.

Þegar Emily hringdi á leigubíl réðst Mark á hana. Á upptöku frá leigubílastöðinni heyrist Emily biðja um leigubíl en síðan heyrist að eitthvað mikið gengur á og öskur heyrast síðan.

Mirror segir að fyrir dómi hafi saksóknari sagt að skömmu síðar hafi símtalið slitnað og vitað sé, út frá frásögn Mark, að þá var hann að berja hana til bana með handlóðum.

Krufning leiddi í ljós að Emily hafði fengið að minnsta kosti 13 högg á höfuðið. Höfuðkúpa hennar var margbrotin.

Mark var í síðustu viku dæmdur í að minnsta kosti sautján og hálfs árs fangelsi fyrir þetta hrottalega morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana