U17 landslið kvenna tapaði 0-4 gegn Póllandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2024.
Pólland var með þriggja marka forystu í hálfleik og bætti svo við fjórða marki sínu í upphafi seinni hálfleiks.
Ísland mætir næst Írlandi á sunnudag og hefst sá leikur kl. 13:00.
Síðasti leikur liðsins verður svo á miðvikudag þegar Ísland mætir Noregi.