fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Alræmd afrísk lögreglusveit á að koma á lögum og reglu á Haítí

Pressan
Föstudaginn 13. október 2023 13:21

Mikil ólga hefur verið á Haítí síðustu misseri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun næsta árs stendur til að senda alræmda afríska lögreglusveit til Haítí til að koma á lögum og reglu þar en þar hafa glæpagengi breytt landinu í hreinan vígvöll. Það eru Bandaríkin sem greiða kostnaðinn við verkefnið en lögreglusveitin er frá Kenía.

Öryggisráð SÞ samþykkti nýlega að senda alþjóðlegt lið undir forystu Kenía til Haítí til að ná tökum á ástandinu í landinu.

En verkefnið mætir nú þegar andstöðu í Kenía og Haíti og er ekki einu sinni byrjað. Ástæðan er að keníska lögreglan er þekkt fyrir hrottaskap og nú síðast í sumar létust að minnsta kosti 23 og mörg hundruð særðust í átökum á milli lögreglunnar og fólks sem mótmælti hækkandi vöruverði.

Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa því áhyggjur af fyrirætlunum um að senda keníska lögreglumenn til Haítí.

SÞ lýstu yfir áhyggjum í sumar vegna framgöngu lögreglunnar á Haítí en samt sem áður samþykkti öryggisráðið að senda 1.000 keníska lögreglumenn til landsins.

Ariel Henry, forseti landsins, hefur í eitt ár grátbeðið alþjóðasamfélagið um hjálp. Þungvopnuð glæpagengi fara nú með völdin í um 80% landsins en þar búa um 11 milljónir. Rán, gripdeildir, fjárkúganir, morð, mannráns og nauðganir eru hversdagslegir hlutir og 10.000 manna lögreglulið landsins ræður ekki við neitt. Glæpagengin berjast um  yfirráðin á fíkniefnamarkaðnum, vopnasölu og vændi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad