Bayer Leverkusen ætlar að leyfa stjóra sínum, Xabi Alonso, að fara í annað félag næsta sumar, óski hann eftir því. Mirror fjallar um þetta.
Alonso er einn mest spennandi stjóri heims en hann er með Leverkusen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar sem stendur.
Félagið ætlar ekki að standa í vegi hans ef önnur félög koma kallandi næsta sumar.
Talið er að tvö félög komi til greina sem stendur sem næsti áfangastaður Alonso, Liverpool og Real Madrid.
Þar verður Real Madrid að teljast líklegri kostur en Carlo Ancelotti yfirgefur félagið næsta sumar.
Hins er Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, samningsbundinn félaginu til 2026.