Knattspyrnudeild KR hefur ráðið Guðjón Örn Ingólfsson sem styrktarþjálfara meistaraflokka félagsins.
Guðjón kemur frá Víking þar sem hann hefur verið styrktarþjálfari sl. fimm tímabil. Guðjón mun sinna styrktarþjálfun fyrir meistaraflokk karla og kvenna næstu þrjú árin
Víkingur greindi frá því fyrr í dag að Guðjón væri að yfirgefa félagið þar sem samningur hans væri á enda.
„Guðjón hefur unnið frábært starf fyrir félagið og verið hluti af farsælustu árum í sögu Víkings. Guðjón tók starfið á næsta stig hjá okkur og hefur staðið sig gríðarlega vel sem styrktarþjálfari liðsins,“ sagði Kári Árnason.