fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Sérfræðingur segir þetta hinn fullkomna aldursmun í samböndum

Fókus
Fimmtudaginn 12. október 2023 21:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pör eru gjarnan ekki á sama aldri, enda takmarkar það úrvalið töluvert að ætla að halda sig bara við einn árgang. Svo er það svo að sumt fólk er þroskað eftir aldri og kærir sig ekki um barnalega jafnaldra eða ungir í hjarta og kæra sig síður um háalvarlega aðila á þeirra aldri.

Á sama tíma er þó hægt að ganga of langt og aldursmunurinn slíkur að ástin eignast sinn síðasta söludag þegar kynslóðabilið fer að valda ágreiningi eða kergju. Emory háskólinn í Atlanta ákvað að komast að því fyrir fullt og allt hvert töfra aldursbilið er. Það er það aldursbil sem gerir sambönd líklegri til að endast.

Samkvæmt þeirri rannsókn eru 95 prósent líkur á því að pör með rúmlega 20 ára aldursmun hætti saman. Pör með 10 ára aldursmun hætta saman í 39 prósent tilvika og pör með fimm ára mun í 18 prósent tilvika.

Kemur á daginn að hið fullkomna aldursbil er í rauninni ekki mikið bil í rauninni, eða eitt ár. Ef aðeins eitt ár skilur par að þá eru aðeins 8 prósent líkur á sambandsslitum.

Rannsóknin byggði á úrtaki sem samanstóð af 3000 pörum, og þó svo að ákveðin meginstef hafi þar verð greind þá birtust líka áhugaverðar undantekningar.

„Að vera í sambandi með einhverjum sem er nálægt þér í aldri þýðir að þið eigið betri líkur á að eiga eitthvað sameiginlegt og hafa sameiginlegar áherslur. Þið eruð líklegri til að skilja hvort annað ef þið eruð af sömu kynslóðinni,“ sagði sambandssérfræðingurinn Samantha Jayne í samtali við news.com.au. „Þið þekkið sömu tónlistina, sjónvarpsþættina, tískuna, fréttir af pólitík og heimsfréttum. Þetta sýnir að líkur sækir líkan heim.“

Þegar kemur að því að stofna fjölskyldu þá séu aðilar á sama aldri líklegri til að vera sammála um uppeldi og annað slíkt. En á sama tíma geta sumir verið á höttunum eftir eldri maka til að upplifa meiri þroska, reynslu og öryggi.

„Allar aðstæður eru ólíkar og þetta snýst á lokum um hvað hver og einn kýs. Rannsóknir hafa sýnt að aldursmunur upp á 1-3 ár hefur mestar líkur á langtíma hamingju og lífsánægju. Þegar um meiri mun er að ræða þá getur komið til ágreinings. Stundum fer eldri aðilinn að stíga inn í foreldrahlutverk gagnvart yngri aðilanum á meðan sá yngri er líklegri til að fylgja fordæmi hins og vera minna áræðinn. Í sumum menningarheimum er miklu aldursbili gefið hornauga, sérstaklega þegar konur eru aldri, svo þetta getur verið áskorun.“

Ágreiningur í samböndum þar sem aldursmunur er mikill gæti varðað barneignir, en til dæmis eigi eldri konur erfiðara með að eignast börn og því fylgi meiri áhætta en hjá þeim yngri. Á sama tíma þá fylgi hækkandi aldri þroski og viska sem geti verið ákjósanlegur eiginleiki í maka. Eldri maki gæti verið góður kennari, boðið upp á innihaldsríkari samræður, betra kynlíf og fjárhagslegan stöðugleika. Eldri maki sé á sama tíma ólíklegri til að breyta út af vananum og gæti verið mótaður fastar af reynslunni en þeir sem yngri eru. Munurinn geti eins komið fram í því að yngri aðili væri líklegri til að vilja fara út á lífið og vaka fram eftir á meðan þeir sem eldri eru hafi minni orku. Eins gæti reynst erfitt að blanda vinahópum saman.

Hins vegar snúist þetta fyrst og fremst um samskipti og málamiðlanir. Ef slíkt er hægt og gert með opnum hug þá eigi aldursbil ekkert að vera óyfirstíganlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“